Draumaþjófurinn & Barnaræninginn

Author:
Gunnar Helgason

Illustrator:
Linda Ólafsdóttir

Publisher:
Draumaþjófurinn; 
Mál & Menning (Iceland, 2019)

Barnaræninginn
Mál & Menning (Iceland, 2020)

Draumaþjófurinn
Í Hafnarlandi er allt eins og það á að vera og rotturnar þekkja sinn sess í lífinu: Safnarar safna mat, Njósnarar njósna, Bardagarottur halda óvinum frá og Étarar éta og hafa það gott. Efst í virðingarstiganum er Skögultönn Foringi sem öllu ræður.

En daginn sem dóttir hennar, Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís, gerir uppreisn tekur sagan óvænta stefnu; fer með söguhetjuna okkar inn í Borgina þar sem hættur eru á hverju strái og framandi rottur leika lausum hala. Sjálfur DRAUMAÞJÓFURINN er sendur til að bjarga henni – eða til að deyja!

Barnaræninginn
Eftir hallarbyltinguna í Hafnarlandi ríkir friður og ró. En brátt logar allt í ófriði og Barnaræninginn er aftur farinn að ræna börnum. Nú eru það börnin á Matarfjallinu sem lenda í klónum á honum. Eyrdís verður að gera eitthvað í málunum því að ástandið er henni að kenna. Hún verður að stoppa Barnaræningjann þó að það gæti orðið hennar bani! Barnaræninginn er fyndin og æsispennandi, rétt eins og Draumaþjófurinn, fyrri bókin um rotturnar í Hafnarlandi sem naut mikilla vinsælda og var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur.