Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana

Author:
Ólafur Haukur Símonarson

Illustrator:
Linda Ólafsdóttir

Publisher: 
Sögur útgáfa (Iceland)

Ugla og Fóa eru fyrstu hundarnir sem ég kynntist að einhverju ráði. Fyrir mér höfðu hundar verið hávaðasamir, loðnir ferfætlingar sem gátu gert ákveðið gagn úti í sveit en áttu ekkert erindi inn í borg nema kannski sem lögreglu- eða varðhundar. Mér þótti algjör fásinna að taka inn á heimili hálfvillt dýr sem gegndu engu hlutverki en heimtuðu samt mat sinn og engar refjar. Að tveir púðluhundar yrðu félagar mínir og vinir – nei, því hefði ég aldrei trúað um sjálfan mig. Til þess að mynda vinskap verður maður að lifa tilfinningalífi og hundar lifa ekki tilfinningalífi; þeir eru lifandi vélar – það var trú mín.

Ég er maðurinn sem fór í hundana.

Awards and nominations:
Best illustrated book at Reykjavík Children’s Literary Awards 2016.